TÍMALAUS KLASSÍK

Grunnhugmyndin á bakvið Sjöstrand er að selja vélar með klassíska hönnun sem stenst tímans tönn. Kaffihylkin innihalda 100 prósent lífrænt kaffi, þau brotna niður í náttúrunni og eru því mjög umhverfisvæn.

Sjöstrand er sænskt fyrirtæki, stofnað í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm.

Þrátt fyrir að vörurnar seljist nú út um allan heim þá leggjum við okkar hjarta í merkið, innblásturinn kemur frá náttúrunni, nálægðinni við stórborgina og ástríðunni fyrir kaffi.