piparkokuhús

Til hamingju með húsið !

Vinsamlegast yfirfarið innihald áður en byrjað er að setja húsið saman.

Í þessari öskju eiga að vera:
2 x hliðar / 1x framhlið / 1x bakhlið / 2x þök / 1x sprautupoki
1x hurð / 4 einingar til að setja saman stromp

Best er að festa húsið saman með bræddum sykri.
Bræðið sykur á pönnu og fylgið leiðbeiningum í
myndbandi sem er hér að neðan:

Piparkökuhús Samsetning from SesamBraudhus on Vimeo.

Við mælum með að gera glassúr frá grunni því glassúr keyptur úr verslun á það til að harðna ekki vel. Því vill nammi og skraut losna af húsinu. Hér er einföld uppskrift af góðum glassúr sem hentar vel:

  • 500gr flórsykur
  • 2-3 eggjahvítur

Aðferð:

Þeytið eggjahvíturnar og flórsykurinn vel saman. Byrjið á að setja minna af eggjahvítum og bætið svo við ef blandan verður of þykk. Setjið blönduna í sprautupokann. Klippið gat fremst á pokann. Passið að hafa það ekki of stórt. Það er alltaf hægt að stækka það.

Taktu mynd af þínu húsi:

Við viljum endilega safna saman myndum af skreyttum, jólalegum piparkökuhúsum. Sendu okkur mynd af þínu húsi á piparkokuhus@sesam.is og á aðfangadag birtum við Jólakveðju á Facebook síðu Sesam Brauðhúss. Hver veit nema húsið þitt verði með í kveðjunni.

Innihaldslýsing: HVEITI, Sykur, Sýróp, Smjörlíki, Vatn, Natron, Engifer, Pipar, Kanill, Negull