Handverksbakaríið

Síðan 2011 hefur Sesam Brauðhús handverksbakarí haft það að leiðarljósi að framleiða úrvals brauð og sætabrauð úr gæðahráefni. Við keppumst við að skapa notalegt andrúmsloft og veita persónulega þjónustu. Bakarameistarar okkar hafa samanlagða áratugareynslu í framleiðslu á lúxus handunnum bakarísvörum. Við erum handverksbakarí og því er notkun stórra véla takmörkuð. Hér er allt lagað í höndunum eins mikið og hægt er og getum við því með sönnu boðið upp á handbragð meistarans.

Á hverjum degi framleiðum við margar tegundir af brauði. Meðal annars úr súrdeigi sem við lögum frá grunni. Við notum ýmis spennandi hráefni sem við blöndum í brauðin okkar eftir kúnstarinnar reglum. Byggmjöl, rúgkjarnar, sólkjarnar, graskersfræ og spíraður rúgur er aðeins brot af því sem við notum daglega til að gera brauðin okkar algerlega einstök. Til dæmis er byggmjölið sem við notum í okkar vörur, framleitt hjá Móðir Jörð ehf í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. En það er fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu.  Byggmjölið er malað úr heilkorna bankabyggi og hefur því alla sömu næringarfræðilegu kosti.

Einnig bjóðum við upp á sérbrauð eins og glúteinlaus og hveiti / gerlaus.

Sætabrauðið

Við bjóðum líka daglega upp á mikið úrval af sætabrauði. Allt frá smástykkjum eins og sérbökuðum vínarbrauðum, hunangsbollum, hafraklöttum, kanilsnúðum og marsípanstykkjum og upp í stórar tertur með marsípani, súkkulaði, sykurmassa eða þeyttum rjóma.

Kaffihúsið

Kíktu endilega í heimsókn við tækifæri og skoðaðu úrvalið af því sem við höfum upp á að bjóða. Sjón er sögu ríkari. Við erum staðsett að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði.

SESAM Brauðhús er opið er alla virka daga frá 7.30 til 16.30 og laugardaga frá 9.00 til 15.00.

Verið ávallt velkomin.

„Við bakarar mætum í vinnu um miðjar nætur og höfum meðal annars þurft að brjótast í gegnum fárviðri og snjóskafla til þess að hafa nýbakað brauð þegar restin af bænum er að vakna“